04.11.2013
Stofnfundur Landssamtaka íslenskra stúdenta fór fram 2. og 3. nóvember 2013 á Akureyri. Stofnaðilar samtakanna eru Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, Nemendafélag Háskólans á Bifröst, Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands, Nemendaráð Listaháskóla Íslands, Samband íslenskra námsmanna erlendis, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, Stúdentafélag Hólaskóla og Stúdentaráð Háskóla Íslands. Allir íslenskir stúdentar, hátt í 25.000 talsins, eiga því fulltrúa í LÍS sem er sjálfstætt félag og er stjórnað af íslenskum stúdentum.
01.11.2013
-
01.11.2013
Föstudaginn 1. nóvember 2013 stendur Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri fyrir málþingi umráðningahæfni og atvinnumöguleika stúdenta - samspil háskóla og atvinnulífs. Hingað koma frambærilegir einstaklingar og verða með spennandi erindi sem höfða sérstaklega til stúdenta.
Þeir sem vilja mæta og taka þátt er bent á að skrá sig með því að senda póst á skraning@fsha.is.
25.10.2013
-
25.10.2013
Varst þú búin að skrá þig á FRÍTT 60 mín. hraðlestrarnámskeið?
Hraðlestrarskólinn í samstarfi við FSHA verður með frítt 60mín námskeið í stofu M203 kl. 14:00-15:00, föstudaginn 25. október 2013
- Skráning er hafin á www.h.is/60min
- Kíktu á kynningu um FRÍ-námskeiðið - https://www.youtube.com/watch?v=IllbH6MdajM
16.10.2013
Fræðslufundur um fjármögnun fasteignakaupa á KEA 17.október
Hver er léttasta leiðin að þinni íbúð?
Farið verður yfir það sem vert er að hafa í huga við fjármögnun fasteigna ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Nýttu þér þetta tækifæri ef þú hefur áhuga á endurfjármögnun eða ert í fasteignakaupahugleiðingum.
Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, fimmtudaginn 17. október kl. 17:30.
Allir velkomnir. Skráning á arionbanki.is
17.10.2013
-
17.10.2013
Fyrirtækjadagur FSHA er handan við hornið. Þann 17. október næstkomandi munu styrktaraðilar FSHA koma og kynna fyrir stúdentum vörur sína og þjónustu í hádeginu frá kl. 11.40 - 13.30
07.10.2013
-
07.10.2013
Vísindaferðir eru til þess að gefa okkur góða innsýn í þennan heim viðskipta og starfssemi þessarra fyrirtækja. Nú að sinni förum við í vísindaferð til Íslenskra Verðbréfa og hafa þau verið með mjög áhugaverðar kynningar. Það verða svo einhverjar veitingar í boði þar. Eftir vísindaferðina ætlum við að halda áfram að kynnast og styrkja hópinn og fara í keiluhöllina. Það munum við spila keppniskeilu fyrir þá sem vilja, fara í pool og kasta pílum. Það kostar litlar 1000 kr fyrir meðlimi REKA og 2000 kr fyrir aðra og innifalið verður 1 leikur í keilu eða ef einhverjir vilja spila annað, þá er eins og fyrr sagði, píla og pool á svæðinu, kreppuborgara (ostborgari með káli) og gylltar veigar þar sem einn til tveir bjórar bæta bara nætursvefninn svona eftir erfiðan mánudag. Mæting í vísó kl. 17.00 í Strandgötu 3, Landsbankamegin.
26.09.2013
Á morgun verður Sprellmót FSHA haldið hátíðlegt. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta einn vinsælasti viðburðurinn á árinu, þar sem öll sex undirfélög Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri keppa sín á milli í hinum ýmsu þrautum sem reyna bæði á líkama og sál.
Hvetjum við alla til að taka þátt eða til þess að hvetja sitt félag áfram.
24.09.2013
Tónleikaröðin Sérfræðingar að Sunnan! hefst fimmtudaginn 26. september næstkomandi með tónleikum hljómsveitarinnar kimono í Hofi. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 (Salur opnar 20:00) og sér eyfirska hljómsveitin Buxnaskjónar um upphitun.
Miðaverð er 2.000 kr en námsmenn fá 25% afslátt. Miðasala fer fram á vef Hofs, www.menningarhus.is
14.09.2013
Háskólinn á Akureyri mun mánudaginn 16. september kl. 14:30 flagga Grænfána fyrstur háskóla hér á landi og með þeim fyrstu í heiminum. Grænfáninn er landsmönnum vel kunnur en flestir leikskólar og margir grunnskólar flagga honum. Á Degi íslenskrar náttúru, 16. september, mun HA taka við fánanum frá Landvernd. Athöfnin hefst kl. 14:30 í Miðborg, anddyri háskólans og eru allir velkomnir.
11.09.2013
Dagana 12.-14. október næstkomandi verður haldin stór og mikil alþjóðleg ráðstefna í Hörpu, sem felur í sér einstakt tækifæri fyrir nemendur og fræðimenn við Háskólann á Akureyri til að mynda ný og spennandi tengsl við alþjóðlega fræðimenn og fulltrúa atvinnulífs og stjórnmála á heimsvísu.
Þeir sem vilja taka þátt í ráðstefnunni gera það sér að kostnaðarlausu. Hér um að ræða alþjóðlega ráðstefnu með þátttakendum víðs vegar að í veröldinni og ráðstefnan felur einnig í sér mikla möguleika til tengslamyndunar.
Skráningarfrestur er til og með 20. september.