Nánar um skráningu í aðildarfélög SHA má finna hér
Aðildarfélög SHA eru sviðs- og deildarfélög Háskólans á Akureyri. Starfsemi þeirra og hlutverk hafa þróast í gegnum árin og tekið breytingum samhliða starfsemi og hlutverki SHA. Aðildarfélögin eru ásjö.
Eir, félag heilbrigðisnema, var stofnað árið 1990. Nafn félagsins er fengið úr norrænni goðafræði.
Kumpáni, félag hug- og félagsvísindanema, var stofnað árið 2004, eftir að nemendur félagsvísindadeildar höfðu verið eitt ár félagsmenn í Magister.
Magister, félag kennaranema, var stofnað árið 1993 og varð því fjórða deildarfélagið sem stofnað var við HA.
Reki, félag viðskiptafræðinema, hét áður félag rekstrardeildarnema og dregur nafn sitt af því. Félagið var stofnað árið 1990. Á tímabili starfræktu meistaranemar í viðskiptafræðum undirfélag Reka sem nefndist A-meistari. Starfsemi þess félags var mjög lítil og starfstími þess stuttur.
Stafnbúi, félag nema í auðlindafræðum var stofnað árið 1990, um leið og kennsla hófst í sjávarútvegsfræði við HA.