Sættum okkur ekki við mismunun af hendi Alþingis. Fréttatilkynning sem FSHA sendi á fjölmiðla og fjárlaganefnd Alþingis.
03.12.2014
Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri (FSHA) gagnrýnir harðlega þá mismunun sem birtist í tillögum fjármálaráðuneytisins á aukningu á fjárframlögum til háskóla í landinu um 617 milljónir króna. Sú mismunun lýsir sér í því að nái tillögur ráðuneytisins fram að ganga mun rúm 90% framlaganna renna til tveggja háskóla, tæpar 300 milljónir til Háskóla Íslands og 257 milljónir til Háskólans í Reykjavík. Háskólinn á Akureyri mun samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið fá 10,3 milljónir af heildarupphæðinni.