Reki er nemendafélag Viðskiptadeildar við Háskólann á Akureyri og er starfrækt á þeim grundvelli að vera sameiningartákn allra viðskiptadeildarnema.
Reki hefur meðal annars það hlutverk að halda uppi virku félagslífi innan Viðskiptadeildar. Í þeim tilgangi stendur félagið að ýmsum skemmtunum svo sem nýnemakvöldi og vísindaferðum.
Reki er ennfremur hagsmunafélag Viðskiptadeildar og beitir sér fyrir úrlausn þeirra hagsmunamála sem upp koma, jafnt innan deildarinnar sem utan hennar. Síðast en ekki síst er markmið félagsins að kynna nám við Viðskiptadeild út á við.