27.02.2014
Nú um helgina fer fram Háskóladagurinn sem er kynningardagur fyrir alla háskóla landsins. Háskólinn á Akureyri verður að kynna sitt námsframboð á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Af því tilefni var nýr kynningarbæklingur HA að koma út og verður aðgengilegur um helgina. Komdu og kíktu við og sjáðu hvað Háskólinn á Akureyri hefur uppá að bjóða!
19.02.2014
Nýtt æðstaráð Stafnbúa tók við fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Fráfarandi æðstaráð þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári og óskar þeim velfarnaðar á komandi stjórnarári.
17.02.2014
Það er næstum óþarfi að kynna listamennina sem koma að söng og leikdagskránni Lögin úr teiknimyndunum. Valgerður Guðnadóttir, Þór Breiðfjörð og Felix Bergsson eru meðal þekktustu söngvara og leikara þjóðarinnar. Raddir Felix og Valgerðar eru hluti af æsku margra barna þar sem þau hafa sungið og leikið fjöldan allan af Disney-persónum á löngum og glæsilegum ferli.
Nemendur Háskólans á Akureyri geta keypt miða með afslætti á 2500 krónur. Það eina sem þið gerið er að hafa samband við miðasölu Hofs í síma 450 1000 og nefna afslátt til Háskólans á Akureyri.
21.02.2014
-
21.02.2014
Aðalfundur FSHA verður haldinn föstudaginn 21. febrúar 2014 í N102 (litla hátíðarsalnum) kl. 11:45
31.01.2014
Með tilkynningu þessari vilja framkvæmdarstjórn FSHA, formenn undirfélaga og formaður félags- og menningarlífsnefndar útskýra hvernig málin standa hvað varðar skipulagningu stóru vísindaferðarinnar.
16.01.2014
Our annual trip to Reykjavík.
We will go on our annual trip to Reykjavík February 6 – 9. We will open for registration on our website's front page at midnight tonight.
06.02.2014
-
09.02.2014
Nú fer að líða að stóru vísindaferðinni suður sem fer fram 6.-9. febrúar nk.
Skráning fer fram á síðunni og opnar á miðnætti 17. janúar.