Fimmtudaginn 13. febrúar var haldinn aðalfundur Stafnbúa þar sem farið var yfir líðandi starfsár, fjármál félagsins
skoðuð ásamt því að ný lög voru samþykkt og nýtt æðstaráð kosið. Í boði voru pizzur og gos fyrir svanga
stafnbúa og stóð ekki á viðbrögðunum þegar sagt var gjörið þið svo vel! Þegar stafnbúar höfðu lokið við
að troða pizzum í andlitið á sér þá hófst fundurinn.
Þau lög sem lögð voru fram til samþykktar voru samþykkt með hreinum meirihluta. Kosningarnar á nýjum fulltrúum í
æðstaráð gengu glimmrandi vel og voru allir sáttir með nýju andlitin í æðstaráði Stafnbúa.
Eftirfarandi er æðstaráð Stafnbúa 2014-2015
Forseti: Katla Hrun Björnsdóttir
Varaforseti: Angantýr Ómar Ásgeirsson
Fjármálastjóri: Stefán Hannibal Hafberg
Aðalritari: Anton Helgi Guðjónsson
Fráfarandi æðstaráð þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári og óskar nýju æðstaráði velfarnaðar á
komandi stjórnarári.