-ENGLISH-
Nú fer að líða að stóru vísindaferðinni suður sem fer fram 6.-9. febrúar nk.
Skráning fer fram á síðunni og opnar á miðnætti 17. janúar.
Hvert undirfélag sér um að skipuleggja sína eigin dagskrá og mælum við með því að þið hafið samband við ykkar félag um nánari útlistun á þeim vísindaferðum sem þau hafa planað.
Við hvetjum alla til þess að skrá sig enda er þetta frábær leið til þess að kynnast nýju fólki og skemmta sér með samnemendum sínum.
Í boði er rúta fram og til baka og gisting í þrjár nætur á Hótel Cabin sem er í miðbænum. Í boði eru bæði einstaklings og tveggja manna herbergi. Takmarkað framboð er í boði og því gildir reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær
Verð eru eftirfarandi:
Bara rúta: 7.000 kr.
Bara hótel í þrjár nætur:
-Einstaklingsherbergi: 12.000 kr
-Tveggja manna herbergi: 9.000 kr. á mann.
Rúta og hótel í þrjár nætur:
-Einstaklingsherbergi: 18.500 kr.
-Tveggja manna herbergi: 15.500 kr. á mann.
Rútur milli vísindaferða innan höfuðborgarinnar: 500 kr.
ATH! Hver og einn fer á eigin ábyrgð í ferðina. Síðasti skráningardagur er 31. janúar 2014.
Nánari upplýsingar um ferðina veitir Bjarki Freyr í síma 840 8037 eða bjarki@fsha.is