Þessa dagana fer fram námskeiðsmat Háskólans á Akureyri. Undanfarin ár hefur þátttakan verið langt undir æskilegum mörkum, þrátt fyrir að staðið hafi verið við það að birta niðurstöður þeirra násmkeiða sem fá yfir 50% þátttöku.
Okkur hjá FSHA langar að nýta tækifærið til að ítreka það við nemendur að fullrar nafnleyndar er gætt og þau atriði sem koma fram í námskeiðsmatinu eru tekin til skoðunar og unnið að úrbótum. Það getur skipt sköpum fyrir uppsettningu námskeiðs og aðkomu kennara í framtíðinni og því er mikilvægt að taka þátt. Ef það eru einhverjir kennarar inni hjá ykkur sem þið munið lítið eftir eða hittuð sjaldan eða ekki er auðvelt að haka bara í „á ekki við“.
Þar sem lengi var barist fyrir því að fá niðurstöður námskeiðsmatsins birtar er þetta er eitt stærsta hagsmuna mál nemenda og því hefur FSHA ákveðið að draga út einn heppinn þátttakenda í námskeiðsmatinu sem hlýtur glænýjann iphone 7.
Látum þetta vera önnina þar sem við náum langt yfir þessa 50% þátttöku!
Stjórn FSHA