Framkvæmdastjórn SHA

Undir stúdentaráði starfar framkvæmdastjórn félagsins. Hún samanstendur af forseta, varaforseta og fjármálastjóra SHA. Daglegur rekstur félagsins er á höndum þessara þriggja aðila á skrifstofu SHA sem staðsett er í D-húsi. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í gegnum þau netföng og símanúmer sem tilgreind eru hér að neðan. Á skrifstofu Stúdentafélags Háskólans á Akureyri fá stúdentar aðstoð í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan Háskólans á Akureyri. Þar eru veittar ráðleggingar um framhald málsins og hvernig viðkomandi geta leitað réttar síns innan háskólans. Á skrifstofunni er að finna almennar upplýsingar um rétt stúdenta og hvaða leiðir eru færar til að leysa hin ýmsu mál sem upp kunna að koma. Skrifstofan rekur réttindamál einstakra stúdenta sé þess óskað. Fullrar nafnleyndar er gætt, nema samþykki um annað liggi fyrir.Við reynum að leysa úr öllum málum á skjótan og sem bestan hátt eða beinum þeim til þar til bærra aðila. Þér er einnig velkomið að kíkja til okkar í kaffi og spjall! Framkvæmdastjórn tekur ekki ákvarðanir um skuldbindingar félagsins án þess að hafa samþykki meirihluta stúdentaráðs á bak við sig. 

Framkvæmdastjórn SHA 2024-2025

Silja

Silja Rún Friðriksdóttir

Forseti
sími: 841-0338
netfang: forsetisha@unak.is

Hanna

Hanna Karin Hermannsdóttir

Varaforseti
sími: 847-0006
netfang: varaforsetisha@unak.is

Ragnheiður

Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir

Fjármálastjóri
sími: 612-7901
netfang: fjarmalsha@unak.is

Opnunartími:

Skrifstofa SHA er í D-húsi og þar tekur framkvæmdastjórn SHA vel á móti þér!

Kvörtunarferli stúdenta:

Að leggja fram kvörtun getur verið erfitt og sérstaklega í háskóla. SHA ákvað því að setja upp hvernig kvörtunarferlið er innan háskólans. Ef nemandi á erfitt með að kvarta sjálfur, s.s. þar sem er valdamisvægi (fjöldi nemenda á móti kennurum í nefnd eða ráði) getur hann beðið annan sem hann velur að tala máli sínu. Sá fulltrúi getur verið annar nemandi (formaður/forseti aðildarfélags), starfsmaður háskólans eða einhver utanaðkomandi. Skjal til þess að finna hvernig kvörtunarferlið fer fram má finna hér
Ef það eru einhverjar spurningar varðandi kvörtunarferlið þá er alltaf hægt að hafa samband við okkur í Framkvæmdastjórn, t.d. að senda okkur póst eða senda okkur línu á Facebook.

Hvert getur þú leitað?

  • Nemendaskrá: Á skrifstofu Nemendaskrár í Sólborg er hægt að fá allar almennar upplýsingar og aðstoð sem og vottorð um skólavist og staðfest afrit af námsferlum og prófskírteinum. Netfangið er nemskra@unak.is og síminn er 460-8000.
  • Nemendaráðgjöf: Við Háskólann á Akureyri starfa nemendaráðgjafar. Hlutverk ráðgjafarþjónustunnar er fjölþætt og felst m.a. í því að veita nemendum háskólans margvíslega þjónustu, stuðning og leiðbeiningar á meðan á námi stendur. Auk þess leiðbeinir ráðgjafi væntanlegum nemendum um val á námi og veitir ráðgjöf og upplýsingar um nám í HA og þjónustu innan háskólans sem nemendur og almenningur eiga kost á. Nemendaráðgjafi hefur umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika. Skrifstofa ráðgjafa er staðsett í G-húsi á Sólborg. 
  • Sálfræðiþjónusta: Hlutverk sálfræðings er fyrst og fremst að vera til staðar fyrir stúdenta, vinna að fræðslu og forvörnum. Einnig er í boði Hugræn atferlismeðferð (HAM námskeið) fyrir nemendur gjaldfrjálst. Hugræn atferlismeðferð er gagnreynd sálfræðimeðferð sem hefur reynst mjög árangursrík við ýmsum vanda, til dæmis þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati og reiði. Gerðar hafa verið margar rannsóknir á árangri HAM meðferða og byggt á niðurstöðum þeirra hefur meðferðin víða verið tekin upp sem fyrsti valkostur í heilbrigðiskerfum um allan heim þegar kemur að sálfræðimeðferðum.
  • Alþjóðaskrifstofa: Verkefnastjórar alþjóðamála veita stúdentum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf Háskólans á Akureyri og þau tækifæri sem þar liggja. Þar er hægt að kynna sér allt sem snýr að skiptinámi. Verkefnisstjórar alþjóðamála vinna fyrst og fremst að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir sem og að hafa yfirumsjón með nemenda og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus, Erasmus og North2North og stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar. Alþjóðaskrifstofan er staðsett á 4. hæð á Borgum. 
  • Kennslumiðstöð HA: Ef tölvumálin eru í ólestri, þá geta stúdentar leitað til kennslumiðstöðvar. Starfsmenn hennar leiðbeina stúdentum með tölvumál, taka við ábendingum og veita aðgang að ýmsum tækjum. Á heimasíðu þeirra má nálgast ýmsar gagnlegar leiðbeiningar sem snúa að tækni- og tölvumálum. Kennslumiðstöðin er staðsett á K-gangi, á neðri hæð Sólborgar. 
  • Bókasafn: Á bókasafni Háskólans á Akureyri er að finna mikinn fjölda bóka og rita sem nýtist stúdentum í námi þeirra við skólann. Á bókasafninu er einnig hægt að fá aðstoð við hina ýmsu hluti s.s. leit í gagnasöfnum, notkun á heimildaskráningaforritum og margt fleira.
  • Skrifstofur fræðasviða: Á skrifstofum fræðasviðanna starfa skrifstofustjórar sem veita upplýsingar um námsleiðir og uppbyggingu náms á sínum deildum.
    • Heiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri Hug- og félagsvísindasviðs
    • Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs
    • Ása Guðmundardóttir, skrifstofustjóri Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs

Í handbók nemenda má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um réttindi og skyldur nemenda við nám og starf í Háskólanum á Akureyri. Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar um lífið á Akureyri. Handbókina má nálgast hér.
Einnig er vefsíða skólans aðgengileg og upplýsandi, og þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.