Fastanefndir

Alþjóðanefnd

Alþjóðanefnd er helsti tengiliður við skiptinema Háskólans á Akureyri og stendur nefndin fyrir og skipuleggur helstu viðburði fyrir skiptinema. Stjórn alþjóðanefndar er skipuð af formanni, sem kosinn er á aðalfundi SHA og fulltrúa hvers aðildarfélags að Data undanskildu sem kosnir eru á aðalfundum aðildarfélaganna. Nefndin starfar í nánu samstarfi við verkefnastjóra Alþjóðamála Háskólans á Akureyri. 

Formaður Alþjóðanefndar starfsárið 2024-2025 er Gissur Karl Vilhjálmsson og situr hann í Stúdentaráði SHA. 

Kynninganefnd

Kynninganefnd sér um kynningar á Háskólanum á Akureyri. Nefndin starfar í nánu samstarfi við starfsmenn markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri. Stjórn kynninganefndar er skipuð af formanni, sem kosinn er á aðalfundi SHA, og fulltrúa hvers aðildarfélags sem kosnir eru á aðalfundum aðildarfélaganna. 

Formaður Kynninganefndar starfsárið 2024-2025 er Bryndís Eva Stefánsdóttir og situr hún í Stúdentaráði SHA.  

Viðburðanefnd

Viðburðanefnd skipuleggur og stendur fyrir helstu viðburðum SHA og má þar nefna Sprellmótið, Árshátíð SHA og Stóru Vísindaferðina. Stjórn viðburðanefndar er skipuð af formanni, sem kosinn er á aðalfundi SHA, og fulltrúa hvers aðildarfélags sem kosnir eru á aðalfundum aðildarfélaganna. 

Formaður Viðburðanefndar starfsárið 2024-2025 er Karen Ósk Björnsdóttir og situr hún í Stúdentaráði SHA.