Frá afhendingunni í gær. Frá vinstri: Hanna Björg Guðmundsdóttir - Fulltrúi skemmtifélags HA, Kristín Geirsdóttir - Þjónustustjóri Kaffi Hóls, Sólveig Birna Elísabetardóttir - Formaður félags stúdenta við HA (SHA), Róbert Theodórsson - Verkefnafulltrúi í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum, Sóley Björk Stefánsdóttir - Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð og Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir - Verkefnastjóri fasteigna við HA.
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Efnt var til sameiginlegrar söfnunar vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Stúdentar, starfsfólk Kaffi Hóls og skemmtifélag Háskólans á Akureyri ákváðu í sameiningu að styrkja Rauða krossinn, en alls söfnuðust 323.120,- kr sem Rauði krossinn fékk afhent í gær. Það er von okkar stúdenta í Háskólanum á Akureyri að peningur þessi nýtist fólki í neyð í Úkraínu.