Á morgun verður Sprellmót FSHA haldið hátíðlegt. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta einn vinsælasti
viðburðurinn á árinu, þar sem öll sex undirfélög Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri keppa sín á
milli í hinum ýmsu þrautum sem reyna bæði á líkama og sál.
Hvetjum við alla til að taka þátt eða til þess að hvetja sitt félag áfram.Til þess að skrá sig til leiks þarf að hafa
samband við stjórn viðkomandi undirfélags.
Það er til mikils að vinna því það félag sem stendur uppi sem sigurvegari fær hinn eftirsótta Sprellmótsbikar í
verðlaun.
Dagskrá Sprellmótsins er sem hér segir:
13:30 Mæting á Ráðhústorg – félögin mætast, klædd í búningunum sínum og eru með læti!
14:00 Leikar hefjast í Sjallanum! Þar verður keppt í eftirfarandi greinum: - Belghopp - Limbó - Þambkeppni - Hjólböruboðhlaup - Kappát
Gert verður hlé á leikum til að gefa fólki tækifæri á að nærast og undirbúa sig fyrir seinni hlutann.
21:00 Leikar hefjast aftur í Sjallanum - Söngkeppni - Beerpong Þegar keppni í öllum greinum er lokið verða stigin talin saman og tilkynnt hvaða
félag sigrar Sprellmótið 2013, en glæsilegur farandbikar er í verðlaun.
Að því loknu verður slegið upp heljarinnar balli í Sjallanum og dansað fram á rauða nótt.
Við hvetjum einnig alla til þess að vera dugleg við að taka myndir og setja inn á instagram merkt "#sprell13", veitt verða síðan verðlaun fyrir bestu
instagram myndina.