Hið árlega sprellmót verður haldið næsta föstudag þann 23. september. Það er einn stærsti og skemmtilegasti viðburður hvers skólaárs. Fyrir þau sem hafa ekki upplifað þessa snilld velur hvert félag sér þema og búninga ásamt einkennisorðum eða söng sem passar við þemað. Félögin mæta svo á ráðhústorgið stundvíslega kl 13:00 þar sem keppni hefst með hávaða og mati dómara á búningum ásamt keppni í „að hlaupa í skarðið“ og byggingu mennsks pýramída. Þvínæst liggur leiðin í sjallann þar sem keppt verður í ýmsum greinum.
Hlé verður gert milli 17:00 (sirka) og 20:00, þá hefst seinni bylgjan með hæfileikakeppni og almennri skemmtun. Að lokum verða sigurvegarar krýndir. Frekari upplýsingar er að finna á skemmtanalíf FSHA á facebook.
English:
Our annual event „Sprellmót“ will commence on friday the 23 of september. It is one of the largest and most entertaining events of the school year and something no one should miss. Each department chooses a theme and accompanying costumes and slogans. Each department should show up at Ráðhústorg (the town square) no later than 13:00. There we will compete in various games as well as the judges will determine the best costumes. From there we will head to Sjallinn (located close by) where further competition will take place.
There will be a brake in the program between 17:00 (ca) and 20:00 at which time there will be a talent show among other things. The winning team will be crowned at the end of the night and regular partying will begin. Further information can be found on „skemmtanalíf FSHA“ on facebook.