Sprellmót 2022

Sprellmót SHA sem er einn af stærstu viðburðum SHA, fór fram föstudaginn 16. september sl.  Mætingin var góð og rúmlega 200 stúdentar tóku þátt.

Aðildarfélögin sjö kepptu sín á milli og voru dómararnir í ár ekki af verri endanum en allt er þetta starfsfólk HA og viljum við nýta tækifærið og þakka þeim innilega fyrir daginn.

Sigga Ásta, verkefnastjóri bókasafns og upplýsingaþjónustu,
Sólveig María, verkefnastjóri á rektorsskrifstofu,
Gunnar Ingi, verkefnastjóri tæknimála,
Siggi Óli borgarstjóri á Borgum og Kristín Margrét lektor við kennaradeild.

 

Öll félögin tóku þátt í búningakeppni og voru þau eftirfarandi:

Data: Bófar

Eir: Iðnaðarmenn

Kumpáni: Sjóræningjar

Magister: Peaky Blinders

Reki: Fótboltalið

Stafnbúi: Hélt í hefðina og mættu í stafnbúa bol með sólgleraugu

Þemis: Lego kubbar

Það var svo Magister sem vann annað árið í röð og óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.

Mjótt var á munum á fyrsta og öðru sæti en var það Eir sem lenti í öðru sæti þetta árið.

Data lenti í þriðja sæti.

Við viljum þakka Viðburðarnefnd og þá sérstaklega formanninum Berglindi Völu fyrir vel heppnað og skipulagt Sprellmót.