Samantekt úr könnun SHA “Líðan og aðstæður stúdenta Háskólans á Akureyri“

Í þessari tilkynningu má sjá niðurstöður úr könnun Stúdentafélags Háskólans á Akureyri „Líðan og aðstæður stúdenta Háskólans á Akureyri“. Í fyrstu bylgju Kóvsins lögðum við fram svipaða könnun fyrir stúdenta og svörun úr henni reyndist mikilvæg til þess að öðlast sýn inn í líðan og aðstæður stúdenta. Þessi tölfræði gefur aðeins svör við grunn upplýsingum og teljum við mikilvægt að stjórnendur háskólans fái að sjá þær sem fyrst. Alls voru voru 337 stúdentar sem svöruðu könnuninni, þar af voru 119 nýnemar, 173 stúdentar á 2. eða 3. ári, 31 í meistarinámi og restin tilgreindi ekki stöðu í námi. Meirihluti stúdenta sem svöruðu eru í fullu námi eða 67% við Háskólann á Akureyri. 

Stúdentar voru beðnir að staðsetja sig á skala 1-10 eftir því hvernig þeim líður í þeim fordæmalausu aðstæðum sem ríkja í samfélaginu. 1 er ef þér líður mjög illa og 10 ef þér líður mjög vel. Meðaltal úr þessari spurningu er 5.2 samanborið við 4.79 sem var niðurstaðan úr könnun okkar á síðasta misseri. Nýnemum virðist líða aðeins betur heldur en 2. og 3. árs stúdentum 5.6 saman borið við 4.9. Á mynd 1 má sjá meðaltal fyrir sviðin og á mynd 2 má sjá fjölda svara fyrir hvern punkt á skalanum 1-10. 

Chart

Description automatically generated 

Mynd 1 

 
Stúdentar voru spurðir hvort þeir hefðu nýtt sér úrræði sálfræðiþjónustu HA á þessu misseri og má sjá þær niðurstöður á mynd 2. 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 2 

Hér fyrir neðan á myndum 3-12 má sjá niðurstöður úr fullyrðingum sem stúdentar svöruðu á fimm punkta Likert kvarða. 

Chart, pie chart

Description automatically generated 
Mynd 3 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 4 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 5 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 6 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 7 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 8 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 9 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 10 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 11 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 12 

 

Hér fyrir neðan á myndum 14-18 má sjá niðurstöður úr fullyrðingum sem aðeins nýnemar svöruðu á fimm punkta Likert kvarða. 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 14 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 15 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 16 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 17 

Chart, pie chart

Description automatically generated 

Mynd 18 

Í lok könnunarinnar voru tvær opnar spurningar annars vegar „Hvað gæti Háskólinn á Akureyri gert til þess að styðja þig til þess að ljúka misserinu eins vel og hægt er?“ og hins vegar „Hefur þú einhverjar aðrar athugasemdir sem þú vilt koma á framfæri?“.  Helstu niðurstöður úr þeim spurningum voru þær að stúdentar hafa miklar áhyggjur af því að þurfa að mæta í lokapróf á prófstað og vilja leita annara leiða til að klára sín námskeið og þá voru heimapróf jafnan nefnd. Einnig var stór hluti af stúdentum sem óskaði eftir því að geta fengið staðið/fallið í stað tölulegar einkunnar. Þessi aðgerð mæltist vel fyrir á vormisseri.  

SHA leggur á það áherslu að stúdentar taki þátt í og geri sitt allra besta í öllum námsmatsþáttum í sínum námskeiðum þó svo að aðstæður í þjóðfélaginu öllu séu krefjandi. Sú krafa að standast alla námsmatsþætti getur samt sem áður verið íþyngjandi en krafa um þátttöku eða framlag til allra námsmatsþátta er eðlileg. Einkunnagjöf með staðið/fallið er alþjóðlega viðurkennd og við sjáum því ekki neitt því til fyrirstöðu að styðjast við hana í námsmati. SHA ítrekar að ekki er verið að fara fram á afslátt af gæðum eða lærdómsviðmiðum. Aukið álag er á öllum í því ástandi sem nú ríkir og eru stúdentar ekki undanskildir þeim hópi, eins og könnunin gefur til kynna. SHA telur mikilvægt að það verði greint frá því sem allra fyrst hvernig námsmati og prófahaldi verður háttað nú á haustmisseri. Það eykur álag og ýtir undir kvíða að bíða í óvissu. Þrátt fyrir að við sjáum vonandi fram á bjartari tíma og jafnvel má vona að samkomutakmarkanir verði minni þegar kemur að lokaprófum, að þá er ljóst að allt misserið hefur verið óhefðbundið. Með því að styðjast við sambærilegt námsmat og gert var á vormisseri, telur SHA að háskólinn komi vel til móts við þarfir stúdenta og tryggi með sem besta móti að stúdentar geti lokið misserinu.  

Stúdentar bentu einnig  á að tæknimál hafi ítrekað verið í ólestri á yfirstandandi misseri og eru mörg dæmi um að Moodle, Canvas og Panopto hafi legið niðri eða verið til annara vandræða. Það er ljóst að þetta er bagalegt þegar stundað er fjarnám. Dæmi eru um að stúdentar hafi t.d. ekki getað undirbúið sig nægilega vel fyrir miðmisserispróf vegna þessa og er það óásættanlegt.  

Það er ánægjulegt að sjá hve stór hluti þeirra sem svaraði könnuninni þykir upplýsingagjöf góð frá háskólanum. Þó er vert að taka fram að í opnu spurningunum komu fram athugasemdir, sem gagnlegt væri að taka mið af.  Einhverjir telja upplýsingarnar hafa oft á tíðum verið torlesnar og of langar. Í stað þess væri betra og skýrara  að t.d. benda á hægt sé að skoða þær reglur sem eru núgildandi inn á heimsíðu skólans.  

Stúdentaráð SHA telur þessar niðurstöður vera afar lýsandi fyrir stöðu og líðan stúdenta við HA. Við viljum ítreka að háskólinn taki þessar niðurstöður til greina þegar ákveðið verður hvernig námsmati verði háttað fyrir komandi prófatíð. Við berum ávallt hagsmuni stúdenta að leiðarljósi og á þessum tímum er sérstaklega mikilvægt að gæta þeirra. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur og þá er hópurinn sem stundar nám við Háskólann á Akureyri sérstaklega fjölbreyttur, með tilliti til þess sveigjanlega námsfyrirkomulags sem háskólinn leggur upp með. Hingað til hefur samvinna SHA og yfirstjórnar verið höfð að leiðarljósi þegar kemur að málefnum sem varða stúdenta sérstaklega. Er það von okkar að það verði einnig nú þegar kemur að skipulagningu námsmats.  

 

Fyrir hönd Stúdentaráðs SHA, 
Steinunn Alda Gunnarsdóttir, formaður SHA