SHA vill hvetja fólk til þess að undirbúa sig vel fyrir prófatíðina og óskar öllum stúdentum góðs gengis, bæði í prófum og undirbúningi. Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga fyrir komandi prófatíð:
- Mikilvægt er að halda rútínu, ná góðum svefni og næra sig vel
- Skipuleggja sig vel, ákveða að læra í klukkutíma og taka sér pásur í t.d. 20 mínútur
- Hreyfa sig hvort sem það er að fara á æfingu eða í smá göngutúr. Gott að gleyma sér alveg og hugsa um eitthvað allt annað en prófin (besta pásan frá lestri)
- Breyta um umhverfi, fara að læra upp í skóla, á bókasafni eða kaffihúsi
- Vera dugleg að næra sig og leyfa sér að njóta hvort sem það er uppáhalds kaffið eða uppáhalds nammið.
- Koma sér í jólafíling með því að fá sér kakó, hafa kveikt á seríum og kertum
- Síðast en ekki síst eruði með frábæra afsökun til þess að biðja einhvern um að baka smákökur fyrir ykkur.
Munum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi! Gangi ykkur vel.Einnig er gott að minna á skjalið um undirbúning prófa en það má finna hér.