Aðalfundur SHA fór fram í dag 28. mars en þar var kynnt ný framkvæmdastjórn.
Í nýrri framkvæmdastjórn eru:
● Sólveig Birna Elísabetardóttir, forseti
● Hanna Karin Hermannsdóttir, varaforseti
● Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir, fjármálastjóri
Sólveig Birna situr áfram í sinni stöðu en Hanna Karin og Ragnheiður Rós taka við af Silju Rún Friðriksdóttir, varaformanni og Hermann Biering, fjármálastjóra.
Á aðalfundi voru kynntir nýir formenn fastanefnda:
● Silja Rún Friðriksdóttir, formaður Kynningarnefndar
● Æsa Katrín Sigmundsdóttir, formaður Nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar
● Lilja Margrét Óskarsdóttir, fulltrúi í gæðaráði
● Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi í Háskólaráði
Einnig voru kynntir formenn aðildarfélaga á aðalfundinum:
● Sóldís Diljá Kristjánsdóttir, formaður Data
● Erla Salome Ólafsdóttir, formaður Eirar
● Rakel Rún Sigurðardóttir, formaður Kumpána
● Bryndís Eva Stefánsdóttir, formaður Magister
● Hildur Friðriksdóttir, formaður Reka
● Fanney Gunnarsdóttir, formaður Stafnbúa
● Cristina Cretu, formaður Þemis
Ekki náðist að manna embætti formanns Alþjóðanefndar og formanns Viðburðarnefndar
Framboðin verða auglýst fljótlega
Ný framkvæmdastjórn hlakkar til samstarfsins á árinu og þakka fráfarandi Stúdentaráði fyrir vel unnin störf á árinu.