Nú er nýnemavikan hafin og verður megin tilgangur FSHA að bjóða nýnema velkomna í háskólann og kynna þeim fyrir því frábæra félagslífi sem hér er.
Í hádegi þess dags, sem kynning hvers sviðs fer fram, munum við bjóða upp á grillaðar pylsur fyrir nýnema þess sviðs, þ.e.a.s. nemendur hug- og félagsvísindasviðs á mánudeginum 25. ágúst, nemendur heilbrigðisvísindasviðs á miðvikudeginum 27. ágúst og nemendur viðskipta- og raunvísindasvið fimmtudaginn 28. ágúst.
Dagskráin á föstudaginn hefst með hringingu Íslandsklukkunnar kl 12:30 og eru nemendur allir hvattir til að mæta á bílaplanið fyrir neðan klukkuna, þar sem akademíska árinu verður hringt inn.
Eftir það verður haldið á Hamra kl 13:00 þar sem skemmtileg dagskrá tekur við en ætlunin er að hrista saman hópinn. Eftir allt fjörið ætlar FSHA að grilla hamborgara og bjóða upp á svalandi drykki með. Rúta mun fara frá aðalinngangi skólans og svo til baka síðar um daginn eða um 16:30.
Um kvöldið býður FSHA svo nýnemum og eldri nemendum velkomna á Pósthúsbarinn á nýnemadjammið sjálft kl 21:00!
Við hvetjum alla til að mæta, hvort sem þú ert með vinum þínum eða þekkir ekki neinn! Þetta er frábær byrjun á því sem á eftir að vera frábær háskólaganga :)