Nýnemakvöld Þemis verður haldið á Brugghúsbarnum fimmtudagskvöldið 29. ágúst kl. 20:30. Markmiðið með nýnemakvöldinu er að þeir sem hefja nú nám við lagadeild HA fái tækifæri til að kynnast hvert öðru og eldri nemendum sem láta margir hverjir sjá sig um kvöldið. Þá mun stjórnin kynna félagslífið fyrir nemendum og öllum klækjum sem laganemar þurfa að hafa á hreinu þegar kennsla hefst. Léttar veitingar verða í boði og afar mikilvægt er að mæta á þennan viðburð sem er fræðandi, en fyrst og fremst skemmtilegur.
Stjón Þemis hlakkar til að taka á móti ferskum vindum á nýnemakvöldinu 29. ágúst.
Dagskrá Þemis í vetur:
Þemis er fyrst og fremst hagsmunafélag laganema við HA en þrátt fyrir það er aldrei slegið slöku við þegar kemur að skemmtanalífi og eru félagsmenn rómaðir fyrir þann djammkraft sem einkennir þá. Félagið stendur fyrir mörgum viðburðum yfir veturinn eitt og sér auk þess sem félagið leitast eftir að styrka böndin við önnur undirfélög og halda sameiginlega viðburði með þeim sem eru vandlega auglýstir.
Til að nefna einhverja viðburði sem félagið stendur fyrir má nefna Lagaleika Þemis, þar sem laganemar fara hamförum í gleðinni og enginn lætur sig vanta á þann viðburð. Félagið stendur fyrir hefbundnum bjórkvöldum, Uppskeruhátíð, tekur sameiginlega viðburði FSHA s.s. Ólympíuleika, Sprellmót, Stóru vísindaferðina suður og Árshátíð FSHA mjög alvarlega. Þá hefur Þemis haldið keilukvöld, fjölmennt í lasertag, haldið fjölskyldudag og svo mætti lengi telja en óþarfi að tíunda frekar hér. Meðlimir Þemis hafa verið þekktir fyrir að fjölmenna á viðburði og gefa öðrum og stærri undirfélögum ekkert eftir þegar kemur að drykkju, djammi og almennri gleði. Komandi vetur verður engin undantekning þar á og ætti enginn laganemi að verða svikinn af þeirri dagskrá sem Þemis leggur upp með í vetur. Þemis er þyrst!
f.h. stjórnar Þemis
Birgir Marteinsson