Námsmenn og verkalýðsfélög

Námsmenn eiga oft á tíðum ekki mikið á milli handanna og því er gott að vita hvert hægt er að leita til að spara.


Það er til að mynda vert að vita það að sá einstaklingur sem greitt hefur til verkalýðsfélagsins Eining-Iðja í að lágmarki 6 mánuði, síðastliðna 12 mánuði á rétt á styrk vegna skráningargjalda í HA. Þessi sjóður var settur á stofn á sínum tíma til að styrkja þá sem voru að mennta sig með vinnu.

Það er þó þannig að ekki eru allir námsmenn sem vinna með skóla, en vinna þó á sumrin. Námsmenn eiga rétt á að sækja um í sjúkrasjóðinum ef þeir hafa greitt til verkalýðsfélagsins í að lágmarki 6 mánuði, ekki samfleytt.  Þá eiga þeir rétt á að fá styrki fyrir t.d. krabbameinsleit, sjúkraþjálfun, líkamsrækt, kaup á gleraugum og linsum og margt fleira.

Ef þú ert ekki viss hver staðan þín er, hafðu þá samband við þitt verkalýðsfélag og athugaðu málið!

Fyrir þá sem vilja stunda ódýra líkamsrækt minnum við á fínu ræktina hér í skólanum en þar er aðgangur ókeypis!