Klukkan 16:00 þann 12. apríl síðast liðinn lokaðiframkvæmdastjórn fyrir framboð í tvær stöður innan Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Hér að neðan má sjá lista yfir þau framboð sem hafa borist.
Tvö framboð hafa borist í embætti formanns Viðburðarnefdnar. Samkvæmt samþykktum félagsins fer kosningin fram rafrænt. Kosning stendur til klukkan 16:00 þann 13. apríl n.k. hér að neðan getið þið kynnt ykkur frambjóðendurna og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá vel áður en þið kjósið.
Formaður Viðburðarnefndar:
Ég heiti Berglind Una og er á öðru ári í viðskiptafræðinni og er varaformaður Reka. Ég hef verið öflug að sækja viðburði tengda HA og hef haft mjög gaman af sprellmótunum, útilegu SHA og vísindaferðum á vegum skólans. Því vil ég bjóða mig fram sem formann viðburðarnefndar þar sem ég vil taka virkan þátt í félagslífi skólans og tel mig geta sinnt þessari stöðu vel.
Hér er hægt að kjósa: https://forms.office.com/e/zkqmJTXN9V
Ekkert framboð barst í stöðu formanns Alþjóðanefndar og er sú staða opinn þar til framboð mub berast.