Landsþing LÍS var haldið á Hólum 4. – 6. mars og var þema þingsins Nýsköpun og rannsóknir í íslensku háskólasamfélagi. Þingið var vel sótt af fulltrúum stúdenta úr flestum hagsmunasamtökum stúdenta á Íslandi og mikilvæg málefni voru rædd. Þingið skiptist uppí fyrirlestra, vinnustofur, laga- og stefnubreytingar. Fulltrúar SHA voru 6 talsins, Alda Rut Sigurðardóttir, Margrét Sól Jónasdóttir, Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, Silja Rún Friðriksdóttir, Sólveig Birna Elísabetardóttir og Særún Anna Brynjarsdótttir og þóttu þeir standa sig með prýði og tóku virkan þátt í umræðum.
Hlutverk samtakanna er að standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis og hagsmuni íslenskra stúdenta á alþjóðavettvangi og um leið að skapa starfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög og vera þátttakandi í alþjóðlegu hagsmunasamstarfi háskólanema og vinna að samræmingu gæðastarfs í íslenskum háskólum. Samtökin geta í sameiginlegu umboði allra aðildarfélaga farið með samningsumboð og komið fram fyrir hönd þeirra gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum aðilum.
SHA á 2 fulltrúa í fulltrúaráði LÍS sem eru Sólveig Birna Elísabetardóttir og Silja Rún Friðriksdóttir. Varafulltrúar eru Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir og Hörður Hlífarsson.
LÍS’s General assembly was held at the University of Hólar 2th to 4th march. The theme of the assembly was Innovation and research in the Icelandic university community education at challenging times. At the assembly, there were student representatives from most student unions in Iceland. The assembly was split into workshops, lectures and changes were made to LÍS’s laws and policies. SHA had 6 representatives at the general assembly, Alda Rut Sigurðardóttir, Margrét Sól Jónasdóttir, Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, Sólveig Birna Elísabetardóttir, Silja Rún Friðriksdóttir and Særún Anna Brynjarsdótti and they did great as representatives for SHA.