Þann 6. október síðastliðinn fór fram Vinnufundur SHA en allir stúdentar voru boðaðir á þann fund. Á vinnufundinum voru meðal annars vinnustofur og á einni þeirra voru umræður um stefnu Háskólans á Akureyri til 2030.
Unnið er að mótun nýrrar stefnu Háskólans á Akureyri fyrir tímabilið 2024 til 2030. Hér má nálgast drögin að þeirri stefnu.
Þá geta áhugasöm nálgast gildandi stefnu Háskólans á Akureyri hér.
Stefnur eru hugmyndafræðileg skjöl þar sem iðulega eru sett fram framtíðarsýn, gildi, áherslur, markmið og leiðir. Sumum stefnum fylgja aðgerðaráætlanir en í þeim eru aðgerðir og verkefni útfærð til að ná markmiðum og áherslum í stefnu. Skilgreint er hver ber ábyrgð á tiltekinni aðgerð, greint er frá fjármögnun aðgerðar og hvernig árangur verði mældur eftir mælikvörðum.
Við viljum heyra fjölbreyttari raddir stúdenta og óskum því eftir því að þið gefið ykkur 5 mínútur til þess að svara þessari stuttu könnun. Hún á við okkur öll og skiptir máli þear kemur að framtíð HA.
Könnunin er nafnlaus en eftir að þátttöku lýkur getið þið skráð ykkur í happdrætti og átt möguleika á vinning frá SHA.
https://forms.office.com/e/CHUQvSfyxw
Með fyrirfram þökkum fyrir þátttökuna,
Sólveig Birna Elísabetardóttir,
Forseti SHA