Kjörstjórn hefur lokað fyrir framboð í störf SHA, nefndir og ráð SHA

Klukkan 14:00  í dag þann 25. mars lokaði kjörstjórn fyrir framboð í störf Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, nefndir og ráð HA. Hér að neðan má sjá lista yfir þau framboð sem hafa borist. Neðst í fréttinni má sjá lista yfir þau embætti sem ekki buðust framboð í og verður opnað fyrir framboð í þau embætti á aðalfundi félagsins þann 24. mars klukkan 14:00. Auk þess smá sjá upplýsingar um þau framboð sem bárust einungis eitt framboð í og teljast þeir einstaklingar því sjálfkjörnir.

Samkvæmt 29. gr. samþykkta SHA er kosið í embætti framkvæmdarstjórnar sem og önnur embætti og trúnaðarstörf á vegum félagsins rafrænt. Berist einungis eitt framboð í embætti, telst sá aðili sjálfkjörinn og þarf ekki að kjósa rafrænt í embættið. Þá kveða samþykktirnar á um það að berist ekki framboð í embætti, sé heimild til þess að opna fyrir framboð á aðalfundi og fer þá fram leynileg kosning á fundinum sjálfum þar sem fundargestir hafa atkvæðisrétt.

ENGIN MÓTFRAMBOРBÁRUST Í EFTIRFARANDI STÖÐUR OG TELJAST ÞVÍ ALLIR SEM HAFA BOÐIРSIG FRAM SJÁLFKJÖRNIR.  EFTIRFARANDI FRAMBOРBÁRUST KJÖRSTJÓRN: 

Framkvæmdastjórn SHA:

Formaður SHA: Sólveig Birna Elísabetardóttir, kennslufræði

Varaformaður SHA: Hanna Karin Hermannsdóttir, kennslufræði.

Fjármálastjóri SHA: Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir, viðskiptafræði.

Önnur embætti:

Formaður Kynninganefndar: Silja Rún Friðriksdóttir, sálfræði

Formaður Nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar. Æsa Katrín Sigmundsdóttir, sjávarútvegs- og viðskiptafræði.

Fulltrúi í gæðaráði: Lilja Margrét Óskarsdóttir, iðjuþjálfunarfræði

Skoðunarmaður reikninga: Sigurjón Þórsson, viðskiptafræði

Fulltrúi í jafnréttisráði: Lilja Margrét Óskarsdóttir, iðjuþjálfunarfræði

 

EKKI BÁRUST FRAMBOÐ Í EFTIRFARANDI EMBÆTTI OG ÓSKAR KJÖRSTJÓRN EFTIR FRAMBOÐUM Í ÞAU Á AÐALFUNDI:

Formaður Alþjóðanefndar: 

Formaður Viðburðarnefndar:

Önnur embætti

Tveir fulltrúar í stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri til tveggja ára og einn til vara.

Einn fulltrúi í jafnréttisráð Háskólans á Akureyri og einn til vara.

Einn fulltrúi í vísindaráð Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara.

Tveir fulltrúar í umhverfisráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tveir til vara.

Sex fulltrúar á háskólafund Háskólans á Akureyri til eins árs og þrír til vara.

Einn fulltrúi í kannanateymi Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara.