Kjörstjórn hefur lokað fyrir framboð í störf SHA, nefndir og ráð HA.

 


Klukkan 17:00 í gær 24. mars lokaði kjörstjórn fyrir framboð í störf Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, nefndir og ráð HA. Hér að neðan má sjá lista yfir þau framboð sem hafa borist. Neðst í fréttinni má sjá lista yfir þau embætti sem ekki buðust framboð í og verður opnað fyrir framboð í þau embætti á aðalfundi félagsins þann 27. mars klukkan 17:00. Auk þess smá sjá upplýsingar um þau framboð sem bárust einungis eitt framboð í og teljast þeir einstaklingar því sjálfkjörnir.

Samkvæmt 31. gr. samþykkta SHA er kosið í embætti framkvæmdarstjórnar sem og önnur embætti og trúnaðarstörf á vegum félagsins rafrænt. Berist einungis eitt framboð í embætti, telst sá aðili sjálfkjörinn og þarf ekki að kjósa rafrænt í embættið. Þá kveða samþykktirnar á um það að berist ekki framboð í embætti, sé heimild til þess að opna fyrir framboð á aðalfundi og fer þá fram leynileg kosning á fundinum sjálfum þar sem fundargestir hafa atkvæðisrétt.

Tvö framboð bárust í embætti formann alþjóðanefndar.

Kosning mun hefjast í dag 25. mars kl. 14:00 í embætti formann alþjóðanefndar og verður hægt að kjósa til kl 14:00 miðvikudaginn 26. mars 2025. 
Allir stúdentar munu fá tölvupóst með kynningarbréfi frá frambjóðendum ásamt link á kosninguna sem verður á Uglu.


Hér fyrir neðan getið þið kynnt ykkur frambjóðendurna og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá vel áður en þið kjósið.

Embætti formann Alþjóðanefndar:


Inga María Hauksdóttir

Kæru samnemendur SHA,
 
Ég er kennaranemi með mikinn áhuga á félagslífinu í SHA og vil láta rödd mína heyrast til að stuðla að öflugra og aðgengilegra félagslífi fyrir alla.
 
Ég býð mig fram sem formann Alþjóðanefndar SHA, því ég hef brennandi áhuga á að byggja upp sterkt, skemmtilegt og aðgengilegt félagslíf sem allir geta tekið þátt í. Á síðasta skólaári starfaði ég sem meðstjórnandi undir formanni Gissur Karli Vilhjálmssyni í Alþjóðanefnd SHA 2024-2025. Við, ásamt fleirum í nefndinni, unnum vel saman og náðum að skapa gott samfélag þar sem allir finna sig velkomna. Ef ég verð kosin sem formaður þetta skólaár mun ég leggja áherslu á að halda þessari samvinnu áfram og tryggja að allir í Alþjóðanefnd SHA fá tækifæri til að koma sínum eigin skoðunum á framfæri.
 
Ég hef mikla ástríðu fyrir að kynnast skiptinemum og þeirra skólaumhverfi og vil byggja upp samfélag þar sem þeir finna sig velkomna og vita að það sé hægt að leita til okkar í Alþjóðanefnd SHA. Ég vil skapa umhverfi þar sem Alþjóðanefnd SHA er sýnileg og aðgengileg fyrir alla. Ég er tilbúin að leggja alla mína orku í þetta hlutverk og hlakka til að vinna með stjórninni og samnemendum að því að gera Alþjóðanefnd SHA sterkari og betri.
 
Takk kærlega fyrir mig, ég vona að þið veitið mér ykkar traust til að leiða Alþjóðanefnd SHA skólaárið 2025-2026.

 


Jóhannes Már Pétursson

 

Ég heiti Jóhannes Már Pétursson, er 21 árs og býð mig fram til formanns alþjóðanefndar Háskólans! Ég er að ljúka mínu fyrsta ári í félagsvísindanámi og er frá Akureyri.

Ástæðan af hverju ég býð mig fram er einföld: Ég hef mikla aðdáun á samfélaginu í háskólanum okkar, en það samfélag nær aðeins að blómstra ef skiptinemar fá að vera virkir þátttakendur í því.

Góð vinkona mín, sem stundar Mastersnám við HA og er frá Þýskalandi, hefur ítrekað sagt mér frá því hversu erfitt það getur verið að finna sig í félagslífinu ef maður talar ekki tungumálið. Hún og aðrir erlendir nemar, þar á meðal skiptinemar, sem hún hefur kynnst hafa upplifað sig utangarðs, sérstaklega þegar kemur að viðburðum eins og sprellmóti, Stóru Vísó eða árshátíðinni. Ég vil breyta þessu og tryggja að allir nemendur, ekki síst skiptinemar, finni sig velkomna og sem hluti af þessu samfélagi.

Það sama hugarfar hvetur mig til að taka að mér sæti í stúdentaráði sem þessu embætti fylgir! 

Ég tel mig hafa góða reynslu fyrir þessi hlutverk. Ég hef tekið virkan þátt í alþjóðlegum ungmennaverkefnum á vegum Erasmus+ og öðlast víðtæka menningalega innsýn úr ólíkum löndum og hef sjálfur búið erlendis stóran hluta lífs míns. Að mínu mati ætti skiptinám á Akureyri að vera einstök og ógleymanleg upplifun – og það vil ég vinna að með ykkar stuðningi. Takk fyrir!

Dear fellow students,

My name is Jóhannes Már Pétursson, I’m 21 years old, and I’m running for the position of Chair of the International Committee at the University! I’m currently finishing my first year of Social Sciences and I’m originally from Akureyri.

The reason I’m running is simple: I truly admire the community we have here at the university – but this community can only thrive if exchange students are able to participate fully in it.

A good friend of mine, who is currently doing her Master's at HA and comes from Germany, has repeatedly told me how difficult it can be to feel included in student life if you don’t speak the language. She, along with other international students she has met – including exchange students – have often felt left out, especially during events like Sprellmót, Stóra Vísó or Árshátíð. I want to change that and do my best to ensure that all students, especially exchange students, feel welcome and part of this vibrant community.

That same motivation drives me to also take on a seat in the Student Council, which is part of this role.

I believe I bring strong experience to this position. I have actively participated in international youth exchange projects through Erasmus+, and I’ve gained valuable cultural understanding from various countries and I myself have lived abroad for a big part of my life. In my view, an exchange semester in Akureyri should be a unique and unforgettable experience – and that’s something I want to help create, with your support. Thank you!


EKKI BÁRUST FRAMBOÐ Í EFTIRFARANDI EMBÆTTI OG ÓSKAR KJÖRSTJÓRN EFTIR FRAMBOÐUM Í ÞAU Á AÐALFUNDI:

 

Formaður Kynninganefndar

Skoðunarmaður reikninga Stúdentafélags Háskólans á Akureyri til eins árs.
Einn fulltrúi í stjórn Félagsstofnun stúdenta á Akureyri til eins árs og einn til vara.
Tvo fulltrúa í jafnréttisráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tvo til vara.
Einn fulltrúa í vísindaráð Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara.
Tveir fulltrúar í umhverfisráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tveir til vara.
Sex fulltrúa á háskólafund Háskólans á Akureyri til eins árs og sex til vara.

Tveir varafulltrúar í gæðaráð Háskólans á Akureyri til eins árs.


ENGIN MÓTFRAMBOРBÁRUST Í EFTIRFARANDI STÖÐUR OG TELJAST ÞVÍ ALLIR SEM HAFA BOÐIРSIG FRAM SJÁLFKJÖRNIR.  EFTIRFARANDI FRAMBOРBÁRUST KJÖRSTJÓRN: 

Forseti SHA: Dagbjört Elva Kristjánsdóttir, kennarafræði.
Varaforseti SHA: Bríet Stefanía Þorsteinsdóttir, kennarafræði.
Fjármálastjóri SHA: Rakel Sif Davíðsdóttir, kennarafræði.

Formaður Viðburðanefndar: Rebecca Lísbet sharam, viðskipta- og sjávarútvegsfræði.

Fulltrúi stúdenta í Háskólaráði til tveggja ára: Rakel Rún Sigurðardóttir, félagsvísindi.

Fulltrúi stúdenta í Gæðaráði til tveggja ára: Aðalbjörn Jóhannsson, félagsvísindi.


Niðurstöður kosninga verða kynntar á Aðalfundi SHA fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 í stofu M203.


Kveðja fyrir hönd kjörstjórnar
Sólveig Birna Elísabetardóttir, formaður kjörstjórnar, 

Helena Sjørup Eiríksdóttir og Erla Salome Ólafsdóttir