Kæru nemendur!
FSHA og Starfsmannafélag HA (STHA) sóttu um það til framkvæmdastjórnar að leyfi fengist til að taka hreyfisalinn frá til að nemendur og starfsfólk geti stundað þar jóga undir leiðsögn kennara.
Eins og flestir vita er jóga góð líkams- og geðrækt. Framkvæmdastjórnin veitti leyfið og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Um er að ræða samstarfsverkefni STHA og FSHA á haustmisseri 2015 og er liður í heilsueflingu og geðrækt háskólasamfélagsins. Félögin greiða fyrir kennsluna.
Tímarnir sem um ræðir eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 11:50-12:30 og er sá fyrsti þriðjudaginn 1. september.
Allir, starfsfólk og nemendur, eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, og hvattir til að nota jógatímana sér að endurgjaldslausu.