Íslandsklukkunni hringt

Á myndinni er framkvæmdastjórn SHA með Gerði Björk og Áslaugu rektor
Á myndinni er framkvæmdastjórn SHA með Gerði Björk og Áslaugu rektor

Íslandsklukkunni var hringt í tilefni af upphafi skólaársins.
Áslaug Ásgeirsdóttir rektor byrjaði á því að ávarpa samkomuna, og síðan var klukkunni hringt.
Gerður Björk Sigurðardóttir nýnemi í hjúkrunarfræði hringdi Íslandsklukkunni í ár, og sló hún 24 högg - eitt fyrir hvert ár frá árinu 2000.

Listaverkið Íslandsklukkan
Kristinn E. Hrafnsson er höfundur listaverksins Íslandsklukkunnar sem var gjöf bæjarins til bæjarbúa á kristinhátíðarafmælisári til minningar um landafundi í Vesturheimi. Þann 1. desember 2001 afhenti Kristján Þór Júlíusson þáverandi Bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Háskólanum á Akureyri, Íslandsklukkuna til afnota. Verkið ,,vísar til þeirrar árvekni sem einkennir gott háskólafólk’’.
Frá því að Íslandsklukkan var sett upp á háskólasvæðinu hefur það verið hefð að hringja klukkunni við upphaf skólaárs.