Uppistands sýning Hugleiks Dagssonar, DJÓKAÍN, er meira en klukkutími af hörðu gríni. Sjálfur segir hann að uppistandi sitt sé "viðbjóðslegt, en vinalegt". Hann fjallar um allt milli himins og jarðar. Þar á meðal kynlíf, ofbeldi og brúðubílinn.
Hefst kl.21.00 og það er takmarkað sætaframboð. Miðaverð er 2.000kr, en námsmenn fá miðann á 25% afslætti eða 1.500 kr.
Hægt er að kaupa miðann í Hofi á afslættinum með framvísun háskólaskírteinis með FSHA límmiða 2013-2014.
Hugleikur í HA
Fyrr um daginn eða kl. 12 í hádeginu mun svo Hugleikur líta við í hádegishléi stúdenta og halda örstutta tölu um mikilvægi þess að kaupa sér miða á uppistandið Djókaín.