Klukkan 19:00 þann 25. febrúar lokaði kjörstjórn fyrir framboð í störf Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, nefndir og ráð HA. Hér að neðan má sjá lista yfir þau framboð sem hafa borist. Neðst í fréttinni má sjá lista yfir þau embætti sem ekki buðust framboð í og verður opnað fyrir framboð í þau embætti á aðalfundi félagsins þann 28. febrúar klukkan 19:00.
Samkvæmt 30. gr. laga SHA er kosið í embætti framkvæmdarstjórnar sem og önnur embætti og trúnaðarstörf á vegum félagsins rafrænt. Berist einungis eitt framboð í embætti, telst sá aðili sjálfkjörinn og þarf ekki að kjósa rafrænt í embættið. Þá kveða lögin á um það að berist ekki framboð í embætti, sé heimild til þess að opna fyrir framboð á aðalfundi og fer þá fram leynileg kosning á fundinum sjálfum þar sem fundargestir hafa atkvæðisrétt.Engin mótframboð bárust og teljast því allir sem hafa boðið sig fram sjálfkjörnir. Eftirfarandi framboð bárust kjörstjórn:
Framkvæmdastjórn
Formaður: Sólveig María Árnadóttir
Varaformaður: Helga Björg Loftsdóttir
Fjármálastjóri: Jón Hlífar Aðalsteinsson
Varafulltrúi í Háskólaráð Háskólans á Akureyri
Kristján Pétur Andrésson
Fastanefndir SHA
Formaður Alþjóðanefndar: Fanný Traustadóttir
Formaður Kynninganefndar: Karen Jónasdóttir
Formaður Viðburðanefndar:Elfa Björk Víðisdóttir
Formaður Fjarnemanefndar: Ágústa Skúladóttir
Skoðunarmaður reikninga Stúdentafélags Háskólans á Akureyri
Leifur Guðni Grétarsson
Fulltrúi í Gæðaráð Háskólans á Akureyri til tveggja ára
Aðalfulltrúi: Daníel Gunnarsson
Varafulltrúi: Eva María Matthíasdóttir
Jafnréttisráð Háskólans á Akureyri
Tveir aðalfulltrúar: Helga Björg Loftsdóttir og Jón Hlífar Aðalsteinsson
Tveir varafulltrúar: Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir og Jóhann Heiðar Guðjónsson
Stjórn FÉSTA
Steinunn Alda Gunnarsdóttir
Vísindaráð Háskólans á Akureyri
Eva María Ingvadóttir
Siðanefnd Háskólans á Akureyri
Aðalfulltrúi: Jóhann Heiðar Guðjónsson
Varafulltrúi: Eva Matthildur Benediktsdóttir
Umhverfisráð Háskólans á Akureyri
Þrír aðalfulltrúar: Guðrún Vaka Þorvaldsdóttir, Herdís Júlía Júlíusdóttir og Þórný Stefánsdóttir
Tveir varafulltrúar: Eva Matthildur Benediktsdóttir og Fanný Traustadóttir
Kannanateymi Háskólans á Akureyri
Karitas Fríða Wiium Bárðardóttir
Háskólafundur Háskólans á AKureyri
Sex aðalfulltrúar: Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, Helena Sjørup Eiríksdóttir, Kristján Pétur Andrésson, Sólveig María Árnadóttir, Steinunn Alda Gunnarsdóttir og Þórný Stefánsdóttir
Sex varafulltrúar: Harpa Mjöll Fossberg, Helga Björg Loftsdóttir, Jón Hlífar Aðalsteinsson, Óli Valur Pétursson og Sigrún Sól Jónsdóttir
Kjörstjórn óskar þessum aðilum til hamingju og velfarnaðar í starfi.
EKKI BÁRUST FRAMBOÐ Í EFTIRFARANDI EMBÆTTI OG ÓSKAR KJÖRSTJÓRN EFTIR FRAMBOÐUM Í ÞAU Á AÐALFUNDI:
Einn fulltrúa til vara í stjórn FÉSTA til tveggja ára
Einn fulltrúa til vara í Vísindaráð til eins árs
Einn fulltrúi til vara í Kannanateymi Háskólans á Akureyri til eins árs
Einn fulltrúa til vara á háskólafund Háskólans á Akureyri til eins árs