Breytingatillögur á samþykktum SHA

Samkvæmt samþykktum SHA ber félaginu skylda að tilkynna félagsmönnum þess þær breytingatillögur sem bárust, 2 sólarhringum fyrir aðalfund.  

Hér má sjá þær breytingatillögur sem koma til greina: 

Almennar uppfærslur - Samþykktir númeraðar nánar og uppsetning bætt til aflestrar. Titlum bætt við til afmörkunar. Stafsetning löguð þar sem þurfti. Allar breytingar í texta skáletraðar og efnislegar breytingartillögur lagðar fram hver fyrir sig. 

Breytingartillaga 1. Breytingar skáletraðar. Rök fyrir þessari breytingu eru þau að setja tímaramma í kjölfar slíkrar vantrauststillögu svo að eftirfylgni mála sé tryggð í samþykktum. 

Núverandi samþykkt   

6. a Tillaga um vantraust   

Félagsmaður getur borið upp vantraust á formann sem og aðra framkvæmdastjórnarmeðlimi með því að hafa samband við framkvæmdastjórn eða formanns/forseta þess aðildarfélags sem hann tilheyrir. Í kjölfarið skal boða til opins fundar stúdentaráðs þar sem tillagan þarf að hljót samþykki 2/3 fundarmanna til að hún nái fram að ganga. 

Tillaga  

13.1.  Félagsmaður getur borið upp vantraust á formann sem og aðra framkvæmdastjórnarmeðlimi með því að hafa samband við framkvæmdastjórn eða formann/forseta þess aðildarfélags sem hann tilheyrir. Í kjölfarið skal boða til opins fundar stúdentaráðs innan tveggja vikna að vantrausttillaga kom fram. Á fundinum þarf tillagan  að hljóta samþykki 2/3 fundafólks til að hún nái fram að ganga.     

 

Breytingartillaga 2. Breytingar skáletraðar. Síðustu setningu í gr. 11 í núverandi samþykktum sett í sérgrein nr. 22. og 22.1. gr. bætt við sem skilgreinir betur hvernig stúdentaráð getur brugðist við aðstæðum sem þessum.  

Núverandi samþykkt  

11. Aðildarfélög 

“.... Komi upp sú staða innan aðildarfélags sem ekki fæst leyst úr hefur stúdentaráð úrskurðarvald. 

Tillaga 

22. gr. Komi upp staða innan aðildarfélags sem ekki fæst leyst úr innan aðildarstjórnar hefur stúdentaráð úrskurðarvald. 

22.1. Berist stúdentaráði erindi frá stjórnarmeðlimi viðkomandi aðildarfélags varðandi ágreining innan stjórnar þess félags, hafa fulltrúar í framkvæmdastjórn SHA heimild til að mæta á stjórnarfund í viðkomandi aðildarfélagi með það að sjónarmiði að miðla málum. Náist ekki sáttir  hefur   

Stúdentaráð SHA heimild til að leysa núverandi stjórn aðildarfélags frá störfum og boða til kosninga í viðkomandi aðildarfélagi. Skal félagsfundur í aðildarfélagi boðaður af framkvæmdastjórn SHA með sömu fyrirvörum og fyrir félagsfund SHA og þar boðið til kosninga.   

 

Breytingartillaga 3. Breytingar skáletraðar. Rök fyrir þessari breytingu eru þau að setja tímaramma í kjölfar slíkrar óskar svo að eftirfylgni mála sé tryggð í samþykktum. Einnig er ákvæðið númerað.  

Núverandi samþykkt 

29. Félagsfundir. ... Óski 1/10 félagsmanna skriflega eftir félagsfundi skal hann haldinn. Boða skal til fundarins samkvæmt samþykktum.   

Tillaga  

41.2.  Óski 1/10 félagsmanna skriflega eftir félagsfundi skal hann haldinn innan tveggja vikna að ósk berst. Boða skal til fundarins samkvæmt samþykktum.   

 

Breytingartillaga 4. Breytingar skáletraðar. Rök fyrir þessari breytingu eru þau að skýra hvenær einstaklingurinn byrjar í stúdentaráði. 

Núverandi samþykkt 

48. Fulltrúi stúdenta í Háskólaráði ... Á Aðalfundi SHA annað hvert árskal vera kjörinn fulltrúi stúdenta í Háskólaráð Háskólans á Akureyri til tveggja ára í senn og einn til vara. Fulltrúi skal hefja störf í ágúst þegar nýtt starfsár háskólaráðs byrjar. Kosning skal fara fram með rafrænum hætti og skal fylgja samþykktum þessum er varðar framkvæmd kosninga. Fráfarandi fulltrúi stúdenta í Háskólaráði Háskólans á Akureyri skal sem hér segir gegna því embætti til 31. júlí 2024. Skipunartími nýs fulltrúa stúdenta í Háskólaráði Háskólans á Akureyri sem tekur við embætti þann 1. ágúst 2024 skal vera eitt ár.  Eftir það skal farið eftir ákvæðum samþykktar SHA. 

Tillaga  

48. Fulltrúi stúdenta í Háskólaráði ... Á Aðalfundi SHA annað hvert árskal vera kjörinn fulltrúi stúdenta í Háskólaráð Háskólans á Akureyri til tveggja ára í senn og einn til vara. Fulltrúi skal hefja störf í ágúst þegar nýtt starfsár háskólaráðs byrjar, en skal þó taka sæti í stúdentaráði um leið og nýtt stúdetaráð hefur störf. Kosning skal fara fram með rafrænum hætti og skal fylgja samþykktum þessum er varðar framkvæmd kosninga.  

 

Breytingartillaga 5. Breytingar skáletraðar. Rök fyrir þessari breytingu eru þau að það staðan verður betur metin í stað þess að vera sjálfkjörinn í svo mikilvæg störf. 

Núverandi samþykkt 

43.5. Berist einungis eitt framboð í hvert embætti telst sá aðili sjálfkjörinn og þarf ekki að kjósa rafrænt í Uglunni í það embætti. 

Tillaga  

43.5. Berist einungis eitt framboð í hvert embætti framkvæmdarstjórnar, skal kosið rafrænt í Uglunni og þarf sá sem kjörinn er að hljóta í það minnsta 50% atkvæða 

 

Breytingartillaga 6. Breytingar skáletraðar. Rök fyrir þessari breytingu eru þau að það eru öll aðildarfélög LÍS með tvo fulltrúa í fulltrúaráði, og breytist það ár hvert þegar það er tilkynnt á Landsþingi LÍS á hverju ári. 

Núverandi samþykkt 

14.4. Stúdentaráð skal skipa einn fulltrúa til tveggja ára í fulltrúaráð Landssamtaka íslenskra stúdenta, LÍS. 

Tillaga  

14.4. Stúdentaráð skal skipa tvo fulltrúa til eins árs í fulltrúaráð Landssamtaka íslenskra stúdenta, LÍS. 

 

Breytingartillaga 7. Breytingar skáletraðar. Rök fyrir þessari breytingu eru þau að nú er komin starfmaður sem sér um samtalsmiðaða námskeiðsmatið eða Stúdentapúlsinn eins og hann er kallaður í dag.

Núverandi samþykkt 

11.1. Stúdentaráð skal skipað framkvæmdastjórn og formönnum aðildarfélaga, formönnum fastanefnda, fulltrúa stúdenta í Háskólaráði HA og fulltrúa stúdenta í gæðaráði HA sem ber ábyrgð á samtalsmiðuðu námskeiðsmati háskólans. Allir fulltrúar stúdentaráðs skulu vera staðbundnir stúdentar við Háskólann á Akureyri. 

Tillaga  

11.1. Stúdentaráð skal skipað framkvæmdastjórn og formönnum aðildarfélaga, formönnum fastanefnda, fulltrúa stúdenta í Háskólaráði HA og fulltrúa stúdenta í gæðaráði HA sem ber ábyrgð á samtalsmiðuðu námskeiðsmati háskólans. Allir fulltrúar stúdentaráðs skulu vera staðbundnir stúdentar við Háskólann á Akureyri.