Sbr. 4. mgr. 25. gr. samþykkta SHA ber félaginu skylda að tilkynna félagsmönnum þess þær breytingatillögur sem bárust, 2 sólarhringum fyrir aðalfund.
Hér má sjá þær breytingatillögur sem koma til greina:
5. Skipun stúdentaráðs SHA
Formaður SHA er forseti formaður stúdentaráðs og varaforseti varaformaður SHA ritari þess.
Aflagðar breytingar sem koma í kjölfar breytingum 5.gr að formaður verður forseti og varaformaður verður varaforseti
6. a Tillaga um vantraust
Félagsmaður getur borið upp vantraust á formann sem og aðra framkvæmdastjórnarmeðlimi með því að hafa samband við framkvæmdastjórn eða formanns/forseta þess aðildarfélags sem hann tilheyrir. Í kjölfarið skal boða til opins fundar stúdentaráðs þar sem tillagan þarf að hljót samþykki 2/3 fundarmanna til að hún nái fram að ganga.
21. Fjárhagur aðildarfélaga
Stúdentaráði er heimilt að veita framlag til aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu leggja fram fjárhagsáætlun við upphaf starfsárs.
Skilyrði fyrir framlagsveitingu er að viðkomandi félag hafi virka stjórn, að félagið hafi sett fram ítarlega fjárhagsáætlun og að bókhald þess sé opið framkvæmdastjórn til skoðunar.
Aðildarfélög SHA skulu ekki eiga meira en sem nemur 2.000,- kr og ekki minna en 1.000,- kr á hvern skráðan félaga við stjórnarskipti. Eign aðildarfélags skal þó aldrei vera undir 100.000,- kr og ekki yfir 800.000,- kr óháð skráðum félögum. Séu skráðir félagar aðildarfélags færri en 150, þá má eign við stjórnarskipti vera allt að 300.000,- kr við stjórnarskipti. Lausafjárstaða aðildarfélags skal ekki vera lægri en sem nemur 150.000 kr. við stjórnarskipti.
Ef lausafjárstaða aðildarfélags er hærri en 8600.000 kr. við stjórnarskipti mun það félag ekki hljóta fjárframlag frá SHA næsta skólaár. Mun sá peningur renna í sjóð í þágu stúdenta.
Nú er lausafjárstaða aðildarfélags hærri en 8600.000 kr. við stjórnarskipti og getur stjórn viðkomandi félags sent skriflega beiðni um undanþágu á ákvæði liðar til stúdentaráðs, liggi sérstakar ástæður þar að baki.
Aðildarfélög skulu skila eintaki af samþykktum, ársreikningi og skýrslu um starfsemi sína, í rafrænu formi, til framkvæmdastjórnar strax að loknum aðalfundi aðildarfélags.
Sé lausafjárstaða aðildarfélags lægri en 1050.000 kr. við stjórnarskipti, skal fjármálastjóri SHA yfirfara bókhald og ársreikninga félagsins. Að lokinni endurskoðun, skal fjármálastjóri ráðfæra sig við faglærðan bókara, sé þess þörf.
29. Félagsfundir
Stúdentaráð hefur heimild til að boða til félagsfundar og skal það gert með minnst tveggja sólarhringa fyrirvara.
Stúdentaráð hefur heimild til að bera upp einstök mál til samþykktar eða synjunar á félagsfundi.
Á félagsfundi getur félagsmaður borið upp vantraust á formann sem og aðra framkvæmdastjórnarmeðlimi. Tillaga hans þarf að hljóta samþykki 2/3 fundarmanna til að hún nái fram að ganga enda sé a.m.k. 1/10 félagsmanna á félagsfundinum.
Óski 1/10 félagsmanna skriflega eftir félagsfundi skal hann haldinn. Boða skal til fundarins samkvæmt samþykktum.
32. Á aðalfundi eru að auki kosnir fulltrúar í eftirfarandi embætti:
6. Tveir Þrír fulltrúar í umhverfisráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tveir til vara.
7. Einn fulltrúa í kannanateymi Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara.