Akademísk handleiðsla.
Í byrjun þessa skólaárs var sett í gang tilraunaverkefni sem hefur fengið heitið Akademísk handleiðsla, meðal fyrstaárs nema
á hug- og félagsvísindasviði og viðskipta og raunvísindasviði. Verkefnið miðar að því að minnka brotthvarf meðal
fyrstaárs nemenda þessara fræðasviða, en um leið eykur það þjónustu við nemendurna og tengir þá betur við skólann og
deildir sem þau tilheyra. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar fjarnemar eru annars vegar.
Ráðnir hafa verið akademískir handleiðarar fyrir hverja deild og hafa þeir hlotið sérstaka
þjálfun til starfsins.
Aukning í þjónustu við nemendurna kemur einkum fram í aukinni fræðslu sem er sérstaklega miðuð að nýnemum og er ætlað að auka færni og sjálfstæði þeirra sem nemenda. Einnig er öllum nýnemum þessara fræðasviða boðið upp á persónuleg viðtöl við akademíska handleiðara í deildum sínum. Verkefnið hófst og mun enda á haustmisseri 2014.
Háskólinn er stoltur af því að geta boðið upp á verkefni af þessu tagi sem miðar að því að styðja enn frekar við bakið á nemendum og efla þá til náms. Stjórn FSHA hvetur alla nemendur sem verkefnið miðast að til að taka virkan þátt í því og nýta sér þá þjónustu sem í boði er.
Spurningar sem varða verkefnið sendist til Solveigar Hrafnsdóttur náms- og starfsráðgjafa solveig@unak.is en hún er annar verkefnisstjóra þess.