Aðalfundur SHA 2022

Stúdentaráð Stúdentafélags Háskólans á Akureyri boðar til aðalfundar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri þann 24. febrúar 2022 klukkan 17:00 í stofu N102. 

Dagskrá aðalfundar

• Fundur settur.

• Kosning fundarstjóra og fundarritara.

• Skýrsla framkvæmdastjórnar um störf félagsins á liðnu ári.

• Skýrsla fjármálastjóra, ársreikningar bornir upp til samþykktar.

• Samþykktabreytingar.

• Kosningar í framkvæmdastjórn SHA.

• Kosningar í önnur embætti.

• Önnur mál.

• Fundi slitið.

Samkvæmt 31. gr. samþykkta SHA er kosið í embætti framkvæmdastjórnar sem og önnur embætti og trúnaðarstörf á vegum félagsins rafrænt. Berist einungis eitt framboð í embætti, telst sá aðili sjálfkjörinn og þarf ekki að kjósa rafrænt í embættið. Þá kveða lögin á um það að berist ekki framboð í embætti, sé heimild til þess að opna fyrir framboð á aðalfundi og fer þá fram leynileg kosning á fundinum sjálfum þar sem fundargestir hafa atkvæðisrétt.

Óskað er eftir framboðum í eftirfarandi:

Framkvæmdastjórn SHA:

- Formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri

- Varaformaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri

- Fjármálastjóri Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.

- Formenn fastanefnda

- Formaður Alþjóðanefndar, Formaður Kynninganefndar, Formaður Viðburðanefndar.

- Fjarnemafulltrúi SHA

- Háskólaráð Aðalfulltrúi til tveggja ára

- Háskólaráð Varafulltrúi til eins árs.

- Gæðaráð - Einn fulltrúi í Gæðaráð Háskólans á Akureyri til tveggja ára og tvo til vara.

Önnur embætti:

- Skoðunarmaður reikninga Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.

- Einn fulltrúi í stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri til tveggja ára og tveir til vara.

- Tveir fulltrúar í jafnréttisráð Háskólans á Akureyri og tveir til vara.

- Einn fulltrúi í vísindaráð Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara.

- Þrír fulltrúar í umhverfisráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tvo til vara.

- Sex fulltrúar á háskólafund Háskólans á Akureyri til eins árs og þrír til vara.

- Einn fulltrúi í kannanateymi Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara.

Samþykktabreytingar

Tillögum um samþykktabreytingar skal skila til framkvæmdastjórnar minnst tveimur sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar á netfangið sha@sha.is.

Framboð til embætta og trúnaðarstarfa

Framboðum til embætta og trúnaðarstarfa innan félagsins skal skilað til kjörstjórnar á netfangið kjorstjorn@sha.is. Framboðsfrestur rennur út þremur sólarhringum fyrir aðalfund. Framboðsyfirlýsingar þurfa því að berast fyrir klukkan 17:00 þann 21. febrúar n.k. í framboðsyfirlýsingu skal koma fram fullt nafn viðkomandi, í hvaða embætti viðkomandi býður sig fram í og hver staða viðkomandi er í námi við HA. Þá skal fylgja mynd af viðkomandi í póstinum.

Upplýsingar um embætti og trúnaðarstörf félagsins má nálgast á vefsíðu félagsins, eða með því að hafa samband við framkvæmdastjórn á skrifstofu félagsins eða í gegnum netfangið sha@sha.is.